Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka
Sameining Austur-Hnavatnssslu

Fréttir

Fundargerðir

Minnisblöð

Ýmis gögn

Sameiningarnefndin

Framkvæmdaráðið

 

Upplýsingavefur um sameiningu sveitarfélaga í A-Hún.

Velkomin(n) á upplýsingavef um sameiningarmál sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Hér má finna fréttir, tilkynningar, fundargerðir og aðrar upplýsingar sem tengjast fyrirhugaðri sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu sem eru; Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Frá Húnavöllum.
Frá Húnavöllum.
Fjárhagsáætlun Húnavatnshrepps samþykkt

Fjárhagsáætlun samstæðu A- og B-hluta sveitarsjóðs Húnavatnshrepps fyrir árið 2019 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu sem nemur um tæplega 27 milljónum króna. Tekjur eru áætlaðar 507 milljónir og gjöld með fjármagnsliðum 480 milljónir. Skuldahlutfallið er áætlað 50% fyrir árið 2019 sem má vera mest 150%. Í áætluninni eru álagningaprósentur fasteignagjalda óbreyttar frá yfirstandandi ári. Gjaldskrár hækka almennt í samræmi við verðlagsbreytingar nema að vistunargjald leikskóla  og gjaldskrá fyrir skólamötuneyti hækka ekki.

Í fundargerð sveitarstjórnar segir að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 hafi, líkt og undanfarin ár, verið lögð áhersla á aðhald í rekstri. Jafnframt verði haldið áfram að viðhalda eignum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir fjárfestingum og framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins að fjárhæð 91 milljón króna. Auk hefðbundinna viðhaldsframkvæmda er stefnt að því að klæða kennslustofuálmu að utan og endurbæta íbúðarhúsnæði í austurenda skólahúsnæðis. Áfram verður unnið að öðrum endurbótum skólahúsnæðis Húnavallaskóla og öðrum fasteignum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tekin verði lán á árinu 2019 fyrir um 50 milljónir króna til að standa undir viðhaldsframkvæmdunum.

„Þrátt fyrir miklar framkvæmdir á liðnum árum er fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. Sífellt erfiðara verður að uppfylla kröfur um að áætlanir sýni jákvæða rekstrarniðurstöðu vegna aukins kostnaðar við nær alla málaflokka. Þar vegur aukinn launakostnaður þyngst, á meðan tekjur hafa ekki aukist í sama hlutfalli. Því er afar mikilvægt að halda áfram að sýna ráðdeild í rekstri,“ segir í fundargerð sveitarstjórnar frá 12. desember sl.

Rafrænn íbúafundur í kvöld

Í kvöld klukkan 20-23 verður fyrri rafræni íbúafundurinn um sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu. Sá seinni verður á laugardaginn klukkan 10-13. Markmið fundanna er að kynna hugmyndir um uppbyggingu sameiginlegs sveitarfélags og fyrirkomulag þjónustu og verkefna, og fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa áður en endanleg sameiningartillaga verður útfærð. Kynningarefni er aðgengilegt á Húnvetningi, sem er vefur sameiningarviðræðanna.
:: meira

Samstarfsnefnd um sameiningu fullskipuð

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Skagabyggðar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Húnavatnshreppur hefur skipað Jón Gíslason og Ragnhildi Haraldsdóttur í samstarfsnefndina og Jóhönnu Magnúsdóttur og Þóru Margréti Lúthersdóttur til vara. Skagabyggð hefur skipað Karenu Steinsdóttur og Magnús Björnsson í samstarfsnefndina.
:: meira

Skipa fulltrúa í samstarfsnefnd

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Skagastrandar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Skagaströnd hefur skipað Halldór G. “lafsson og Kristínu B. Leifsdóttir í samstarfsnefndina og Péturínu L. Jakobsdóttur og Guðmund Egil Erlendsson til vara. Blönduósbær hefur skipað Guðmund Hauk Jakobsson og Birnu Ágústsdóttur og til vara Sigurgeir Þór Jónasson og Gunnar Tryggva Halldórsson.
:: meira

Lagt til að formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaga í A-Hún. hefjist

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki að skipa tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.
:: meira
 
Prenta Prenta