Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Frá fundum Ráðrík ehf.
Frá fundum Ráðrík ehf.
Frá fundum Ráðrík ehf.
Frá fundum Ráðrík ehf.
Á þriðja hundrað manns mættu á fundi Ráðrík ehf. um framtíðarskipan sveitarfélaga í A-Hún.

Ráðrík ehf. boðaði til sex opinna funda í Austur-Húnavatnssýslu í síðustu viku til að ræða framtíðarskipan sveitarfélaga og til að kanna viðhorf íbúanna til þess að sameina sveitarfélögin.

Fundarsókn fór fram úr björtustu vonum en alls mættu á þriðja hundrað manns á fundina. Það var misjafnt hvaða málaflokkar brunnu á íbúum og fór það eftir því hvar í sýslunni var fundað. Til að mynda voru fjallskil ofarlega á baugi í Húnavatnshreppi og Skagabyggð. Jafnframt brunnu skólamálin á íbúum Húnavatnshrepps. Þá voru íþrótta- og æskulýðsmálin rædd og velt upp möguleikum sem gætu myndast í sameinuðu sveitarfélagi.

En það voru atvinnumálin sem voru fyrirferðamest og þá sérstaklega sóknarfæri í ferðaþjónustunni sem þykir óplægður akur í sýslunni. Uppbygging á fjölbreyttara atvinnulífi er forsenda viðsnúnings í mannfjöldaþróun í sýslunni.

Ráðgjafar hjá Ráðrík ehf. munu hitta sameiningarnefndina í lok mánaðarins og fara yfir stöðu mála. Þá verður gert hlé á vinnunni fram yfir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi.

-Fréttatilkynning-

Prenta Prenta