Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Góð mæting merki um áhuga á málefninu

Þorleifur Ingvarsson, formaður sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu, segir að góð mæting á opna kynningarfundi um sameininguna, sem haldnir voru á dögunum, sýni að fólk hafi áhuga á málefninu og vilji kynna sér það vel. Hann segir að áherslurnar séu eðlilega misjafnar milli sveitarfélaganna. Íbúarnir séu ekki endilega sammála um einstök mál, enda kannski ekki tímabært að taka endanlega afstöðu strax.

Þetta kemur fram í viðtali við Þorleif sem lesa má á vef Ríkisútvarpsins. Í því segist Þorleifur ekki treysta sér til að lesa í hug íbúanna eftir kynningarfundina enda enn margt óljóst. „Við vitum ekki enn hvað við höfum í pakkanum í sambandi við greiðslur úr Jöfnunarsjóði og frá opinberum aðilum o.s.frv. Þannig að það er ekki tímabært að meta það neitt þannig. Það verður bara að klára ferilinn og sjá hvað kemur út úr því. En þetta er gott fyrir alla alveg sama hver niðurstaðan verður. Þetta eykur umræðuna, áhuga og virkni fólks.“

„Ég held að það sé ekkert umdeilt að sameinuð sýsla er miklu sterkari út á við,“ segir Þorleifur. „Það hefur verið veikleiki að þetta séu fjögur sveitarfélög. Og þó þau starfi vel saman þá koma þau ekki eins sterk út og annars væri. Þannig að ég held að það sé ekkert deilt um það. Eins og atvinnumálin, ég held að þetta muni alltaf hjálpa héraðinu við þau. Ef það verður sameinað.“

​Þorleifur jafnframt að nú verði gert hlé á sameiningarvinnunni fram yfir sveitarstjórnarkosningar. Það verði svo verkefni nýrra sveitarstjórna að ákveða framhaldið.

 

Sjá frétt Ríkisútvarpsins hér.

Prenta Prenta