Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Norðurland vestra
Norðurland vestra
Konum hefur fjölgað í sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra

Konur eru 47% sveitarstjórnarfulltrúa á Norðurlandi vestra samanborið við 38% á nýliðnu kjörtímabili og nýliðar í sveitarstjórnum eru nú 67% samanborið við 51% áður. Með nýliðum er átt við fulltrúa sem ekki sátu kjörtímabilið á undan en í þeim hópi eru einhverjir sem eru að koma inn í sveitarstjórnir að nýju eftir hlé í eitt kjörtímabil eða fleiri. Þessar upplýsingar voru lagðar fram á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 10. júlí síðastliðinn.

Á fundinum samþykkti stjórnin að samtökin gæfu aðalfulltrúum bók sem heitir Sveitarstjórnarréttur en hún er eftir Trausta Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og fjallar heildstætt um helstu atriði sveitarstjórnarréttar. Þá samþykkti stjórnin að stefna að námsferð kjörinna fulltrúa á starfssvæðinu vorið 2019.

Prenta Prenta