Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Húnavellir
Húnavellir
Húnavatnshreppur tilnefnir fulltrúa í sameiningarnefndina

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur ákveðið að halda áfram þátttöku í sameiningarviðræðum sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Á sveitarstjórnarfundi í síðustu viku voru Þorleifur Ingvarsson og Ragnhildur Haraldsdóttir tilnefndir sem aðalfulltrúar Húnavatnshrepps í sameiningarnefndina og Jón Gíslason og Þóra Margrét Lúthersdóttir voru tilnefnd sem varafulltrúar. Þrjú sveitarfélög af fjórum í Austur-Húnavatnssýslu hafa nú ákveðið að halda viðræðunum áfram.

Búist er við að sveitarstjórn Skagastrandar taki ákvörðun bráðlega en haft var eftir Halldóri G. Ólafssyni, oddvita Skagastrandar, í réttum Ríkisútvarpsins á dögunum, að miðað við stefnuskrár framboða fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, sé mikill vilji að halda áfram.

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps í síðustu viku óskuðu fulltrúar E-lista eftir því að fá áheyrnarfulltrúa í sameiningarnefndina og tilnefndu Þóru Sverrisdóttur.

Prenta Prenta