Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Ný sameiningarnefnd fundar bráðlega

Sveitarfélögin fjögur í Austur-Húnavatnssýslu hafa skipað nýja fulltrúa í nefnd um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Þorleifur Ingvarsson, sem var formaður nefndarinnar fyrir kosningar, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í dag að næsta mál sé að boða fyrsta fund nýrrar sameiningarnefndar. Þar verði kosinn formaður og næstu skref ákveðin. „Nefndin kemur þó varla saman fyrr en eftir landsþing sveitarfélaga sem verður í næstu viku,“ sagði Þorleifur og bætti við að sameining yrði líklega tekin fyrir þar og verði hugsanlega stóra málið.

Hann sagði einnig að þessar samræður sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu endi örugglega með kosningu, nema eitthvað alveg sérstakt komi til. „Það nýtist mjög vel sú vinna sem búið er að vinna og íbúarnir eru orðnir vel meðvitaðir um þetta. En þetta tekur tíma og það gæti orðið kosning um sameiningu á útmánuðum á næsta ári. Þetta er langhlaup,“ sagði Þorleifur.

Fræðast má um sameininguna á vefnum sameining.huni.is.

Prenta Prenta