Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Sameiningarmál rædd á Landsþingi

Á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku var umræðan um sameiningu sveitarfélaga fyrirferðarmikil. Sigurður Ingi Jóhannesson, sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra sagði í ræðu sinni við upphaf þingsins að margar áskoranir sem sveitarfélögin standa frammi fyrir séu af þeirri stærðargráðu og hraða að fyrir sum fámenn sveitarfélög verði þær óyfirstíganlegar. Sigurður Ingi vill að farin verði blönduð leið hvata og skilyrða við sameiningu sveitarfélaga á Íslandi.

Benti hann á að yfir helm­ing­ur sveit­ar­fé­laga á Íslandi hefði færri en þúsund íbúa og rúm­lega þriðjung­ur sveit­ar­fé­laga hefði færri en 500 íbúa. Áskor­an­irn­ar sem sveit­ar­fé­lög­in standa frammi fyr­ir eru aukn­ar kröf­ur um þjón­ustu við íbúa, nýj­ar kröf­ur á stjórn­sýslu sveita­fé­laga, s.s. sveit­ar­stjórn­ar­lög, lög um op­in­ber fjár­mál, upp­lýs­inga­lög og per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf. Þá fylgja ýms­ar áskor­an­ir breyttri ald­urs­sam­setn­ingu þjóðar­inn­ar.

Sigurður Ingi sagði að með blandaðri leið við sam­ein­ing­ar sveit­ar­fé­laga hafi sveit­ar­fé­lög til­tek­inn tíma, fjög­ur til átta ár, til að ná mark­miðum í frjáls­um sam­ein­ing­um. Sam­hliða verði veitt­ur rausn­ar­leg­ur stuðning­ur úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga til end­ur­skipu­lagn­ing­ar stjórn­sýslu og skulda­lækk­un­ar. „Ég gæti séð fyr­ir mér að allt að fimmtán millj­arðar færu í slík­an stuðning á tíma­bil­inu, að Jöfn­un­ar­sjóður legði verk­efn­inu til millj­arð á ári í fimmtán ár,“ sagði Sig­urður.

Tillaga um að hækka lágmarksíbúafjölda í þrepum
Í lok árs 2015 var skipuð af innanríkisráðherra verkefnisstjórn er fékk það hlutverk að greina íslenska sveitarstjórnarstigið og finna tækifæri og leiðir til að styrkja það. Skipaður formaður var Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og gerði hún skýrslu verkefnisstjórnar frá því í júlí 2017 skil á þinginu.

Á meðal tillagna verkefnisstjórnarinnar er að hækka lágmarksíbúafjölda í þrepum þannig að frá og með 1. janúar 2026 búi að lágmarki 1.000 manns í sveitarfélögum. Einnig leggur verkefnisstjórnin til að hluti af tekjum jöfnunarsjóðs verði nýttur til að auðvelda sameiningar, svo að mismunandi fjárhagsstaða hindri ekki sameiningu.

Þá er lagt til að sameiningar vegna lögbundins lágmarksíbúafjölda verði ekki bornar upp í íbúakosningum og að stefna til 20 ára verði mótuð fyrir sveitarstjórnarstigið samhliða þessum aðgerðum, sem skilgreini m.a. þjónustusvæði m.t.t. til ytri aðstæðna sem geta valdið því að kostnaður sveitarfélaga vegna nærsamfélagsþjónustu sé breytilegur.

Í máli Eyrúnar Ingibjargar kom m.a. fram að verkefnisstjórnin hafði víðtækt samráð við sveitarstjórnarfólk. Þá er í tillögum hennar einnig tekið tillit til eldri tillagna og aðgerða í sameiningarmálum sveitarfélaga og að samráðsferlið hafi leitt í ljós almenna andstöðu við 3. stjórnsýslustigið.

Prenta Prenta