Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Magnús B. Jónsson
Magnús B. Jónsson
Sveitarstjóraskipti á Skagaströnd

Magnús B. Jónsson lét af starfi sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagastrandar í gær en hann hefur gegnt starfinu óslitið frá því í júní 1990 eða í rúm 28 ár. Á sveitarstjórnarfundi í gær þakkaði sveitarstjórn Magnúsi fyrir samstarfið og vel unnin störf í þágu samfélagsins á Skagaströnd. Í bókun sveitarstjórnar segir: „Magnús er að enda 28 ára feril sem sveitarstjóri og hafði þar á undan setið í átta ár í sveitarstjórn sveitarfélagsins. Hann hefur því helgað stórum hluta starfsæfi sinna samfélags- og sveitarstjórnarmálum á Skagaströnd og í A-Hún og ávallt verið ákaflega farsæll í starfi.“

Sveitarstjórnin óskaði Magnúsi jafnframt velfarnaðar í störfum hans um ókomna tíð og vonast til að samfélagið á Skagaströnd fái áfram notið krafta hans í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur. Magnús þakkaði sveitarstjórn fyrir ánægjulegt samstarf og fyrir falleg orð og góðar óskir.

Alexandra Jóhannesdóttir var jafnframt boðin velkomin til starfa sem nýr sveitarstjóri Skagastrandar.

Prenta Prenta