Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Bæjarskrifstofurnar á Blönduósi.
Bæjarskrifstofurnar á Blönduósi.
Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar samþykkt

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti í gær fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022. Fjárhagsáætlun ársins 2019 gerir ráð fyrir 81 milljón króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu fyrir fjármagnsliði. Gert er ráð fyrir að tekjur vaxi um 119 milljónir króna milli ára og gjöld um 80 milljónir. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu verði 109% í lok árs 2019 en lögbundið skuldaviðmið sveitarfélaga er 150%.

Fjárfestingar eru áætlaðar 215 milljónir króna sem ætlaðar eru fyrst og fremst til viðhalds eigna Blönduósbæjar. Stærstu einstöku framkvæmdirnar eru framkvæmdir við Blönduskóla og veitumál á gagnaverssvæði.

Í bókun sveitarstjórnar segir að fjárhagsáætlunin ber þess merki að góður árangur hafi náðst í rekstri sveitarfélagsins. Stórar framkvæmdir séu þó framundan á næstu árum og því mikilvægt að halda áfram öruggri fjármálastjórn sveitarfélagsins.

Prenta Prenta