Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fjárhagsáætlun Skagastrandar samþykkt

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi sínum í gær fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2020-2030. Áætlað er að heildartekjur á næsta ári verði 650,7 milljónir króna og að rekstrargjöld verði 652,4 milljónir króna. Fjármagnsliðir eru áætlaðir jákvæðir um 3,3 milljónir og rekstrarniðurstaðan því áætluð jákvæð um 1,7 milljónir. Í áætlun áranna áranna 2021-2023 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin.

Af heildartekjum sveitarfélagsins á næsta ári eru skatttekjur áætlaðar 486 milljónir og rekstrartekjur 164,7 milljónir. Af rekstrargjöldum er launakostnaður áætlaður 311,8 milljónir. Í sjóðstreymi áætlunarinnar er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 59 milljónir. Samanlagðar fjárfestingahreyfingar eru áætlaðar 87,7 milljónir. Stærstu fjárfestingaþættirnir eru 46,8 milljónir vegna fasteigna og gangstétta og 14 milljónir vegna hafnarframkvæmda. Að teknu tilliti til fjárfestingahreyfinga er áætlað að handbært fé lækki um 38 milljónir og verði í árslok 2020 um 377,6 milljónir króna.

Prenta Prenta