Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Sameiningaviðræður að fara af stað aftur

Jón Gíslason, formaður sameiningarnefndar sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að sameiningaviðræður væru að fara af stað aftur núna. Hlé hafi verið gert á þeim síðastliðið vor og ákveðið að bíða og sjá hvað yrði úr væntanlegri lagasetningu. Sagði hann að alltaf hafi verið horft til þess að viðræðum lyki með kosningum og sameining tæki gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2022.

Í fréttum Ríkisútvarpsins var sagt frá því að ellefu sveitarfélög, á þremur stöðum á landinu, væru að skoða sameiningar og þar á meðal í Austur-Húnavatnssýslu.

Frétt Ríkisútvarpsins má sjá á vef ruv.is.

Prenta Prenta