Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Skipa fulltrúa í samstarfsnefnd

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Skagastrandar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Skagaströnd hefur skipað Halldór G. Ólafsson og Kristínu B. Leifsdóttir í samstarfsnefndina og Péturínu L. Jakobsdóttur og Guðmund Egil Erlendsson til vara. Blönduósbær hefur skipað Guðmund Hauk Jakobsson og Birnu Ágústsdóttur og til vara Sigurgeir Þór Jónasson og Gunnar Tryggva Halldórsson.

Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu um sameiningu nánari verkáætlun og tímaramma. Stefnt er að því að hún skili áliti sínu til sveitarstjórna eigi síðar en 26. mars á næsta ári. Sveitarstjórar munu hafa seturétt með málfrelsi og tillögurétt á fundum samstarfsnefndarinnar.

Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Húnavatnshrepps eiga eftir að fjalla um tillögu sameiningarnefndarinnar og skipa fulltrúa í samstarfsnefndina. 

Prenta Prenta