Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Samstarfsnefnd um sameiningu fullskipuð

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Skagabyggðar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Húnavatnshreppur hefur skipað Jón Gíslason og Ragnhildi Haraldsdóttur í samstarfsnefndina og Jóhönnu Magnúsdóttur og Þóru Margréti Lúthersdóttur til vara. Skagabyggð hefur skipað Karenu Steinsdóttur og Magnús Björnsson í samstarfsnefndina.

Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu um sameiningu nánari verkáætlun og tímaramma. Stefnt er að því að hún skili áliti sínu til sveitarstjórna eigi síðar en 26. mars á næsta ári. Sveitarstjórar munu hafa seturétt með málfrelsi og tillögurétt á fundum samstarfsnefndarinnar.

Þá hafa öll sveitarfélögin fjögur samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður og skipað fulltrúa í samstarfsnefndina, en hana skipa þau:

Jón Gíslason Húnavatnshreppi
Ragnhildur Haraldsdóttir Húnavatnshreppi
Karen Steinsdóttir Skagabyggð
Magnús Björnsson Skagabyggð
Halldór G. Ólafsson Skagaströnd
Kristín B. Leifsdóttir Skagaströnd
Guðmundur Haukur Jakobsson Blönduósi
Birna Ágústsdóttir Blönduósi

 

Prenta Prenta