Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Hvað segja heimamenn?
Frá Ráðrík ehf.

Í síðustu viku voru starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins Ráðrík ehf. í Skagabyggð og á Skagaströnd til að heyra hljóðið í fólki varðandi framtíðarskipan sveitarfélaga í A-Hún. Farið var í heimsóknir í fyrirtæki og skóla, fundir voru með félagasamtökum og sveitarstjórnum og félagsstarf eldri borgara var heimsótt. Þetta voru bæði gagnleg og skemmtileg viðtöl og ýmsar mikilvægar upplýsingar komu fram um sýn heimamanna á framtíð svæðisins.

Í þessari viku, frá og með miðvikudegi, verða starfsmenn Ráðrík ehf. á Blönduósi og í Húnavatnshreppi í sömu erindagjörðum, þ.e. að heyra hljóðið í heimamönnum um framtíðarskipan, og verkefni sveitarfélaga í sýslunni. Fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt og fundað með félagasamtökum og sveitarstjórnum.

Ef þitt fyrirtæki/stofnun, er ekki í hópi þeirra sem haft er samband við um heimsókn, en þú telur mikilvægt að koma ykkar viðhorfum á framfæri með formlegum hætti, þá endilega hafðu samband við Guðnýju s. 864 4504 eða gudny@radrik.is og við reynum að bregðast við því, núna eða síðar.

Prenta Prenta