Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Frá Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Frá Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Stefnt að íbúakosningu um áramótin

Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar og fulltrúi í sameiningarnefnd Austur-Húnavatnssýslu, segir í fréttum Ríkisútvarpsins í dag að ekki náist að ljúka viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann vonast til þess að kosið verði um sameininguna um næstu áramót, en segir að nýjar sveitarstjórnir verði að taka ákvörðun um framhaldið. Stefnt er að því að halda íbúafundi í öllum sveitarfélögunum í byrjun apríl.

Valgarður segir í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að ráðgjafar frá fyrirtækinu Ráðríkri hafi verið fengnir til aðstoðar. Þeirra verkefni sé að fá fram sjónarmið íbúa og taka saman áfangaskýrslu á næstu vikum. Stefnt er að því að halda íbúafundi í öllum sveitarfélögunum í byrjun apríl. „Síðan verður gert hlé á þessu fram yfir kosningar. Þá taka nýjar sveitarstjórnir ákvarðanir um það hvernig og hvort haldið verður áfram,“ segir Valgarður. Hann telur allar líkur á að sameiningarviðræðum verði haldið áfram, enda sé almennur vilji til þess. 

Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins

Prenta Prenta