Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Útspil stjórnvalda getur haft úrslitaáhrif

Þorleifur Ingvarsson, formaður sameiningarnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að stór skref í átt að sameiningu verði ekki stigin fyrr en stjórnvöld sýni spilin. Vísaði hann þá til átaks sem Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála, hefur boðað í fækkun sveitarfélaga og talað fyrir því að jöfnunarsjóður verði notaður til þess að hvetja til sameininga næstu árin.

Þorleifur segist styðja slíkt útspil og telur raunar að það geti haft úrslitaáhrif á hvort af sameiningu verður. Hann segist vilja sjá útlistun, eða hvernig slíkt verði framkvæmt, áður en endanleg ákvörðun verði tekin um íbúakosningu sem gæti orðið í fyrsta lagi næsta vor, eða seinni part næsta árs. Hann segir að verið sé að vinna, eða að undirbúa það að reyna að fá svör varðandi aðkomu jöfnunarsjóðs og opinberra aðila að verkefninu. Þorleifur vill helst að svör verði komin fyrir enda janúar.

Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagaströnd og Skagabyggð hafa verið í viðræðum um sameiningu. Hlé var gert vegna kosninga í vor, en nýjar sveitarstjórnir samþykktu að halda áfram og skipuðu fulltrúa í nýja sameiningarnefnd sem hefur fundað einu sinni. Samningur við ráðgjafa var framlengdur og skipað í sérstakt framkvæmdaráð sem hefur fundað í tvígang.

Þorleifur segir jafnframt í samtali við Ríkisútvarpið í gær að næstu fundur sameiningarnefndarinnar verði líklega ekki haldinn fyrr en svör frá stjórnvöldum hafi borist. Þá fyrst verði hægt að huga að íbúakosningu.

Prenta Prenta