Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Nauðsynlegt að skapa nýja og skýrari sýn

„Ef að markmiðið er að sameina sveitarfélögin, þá þarf að vera hægt að sannfæra kjósendur um að það sé vænlegur kostur,“ sagði Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær. Þar var verið að fjallað um ákvörðun sameininganefndar Austur-Húnavatnssýslu að ekki væri tímabært að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra á þessu ári eins og til stóð að gera.

Halldór sagði í viðtalinu að það þyrfti að koma fram skýrari sýn á ákveðna þætti, t.d. á aðkomu Jöfnunarsjóðs að verkefninu. „Og svo eru bara ákveðnar áskoranir sem þarf að fara yfir og leysa og skapa nýja sýn á stöðu Austur-Húnavatnssýslu til framtíðar,“ sagði Halldór.

Á næstu mánuðum kemur í ljós hver aðkoma Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður að hugsanlegri sameiningu en ýmislegt er enn óljóst um þátt hins opinbera í verkefninu. Halldór nefndi m.a. annars vegamál og atvinnumál.

Hægt er að sjá frétt Ríkisútvarpsins hér.

Prenta Prenta