Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Vill ekki lögþvingaðar sameiningar

Sveitarstjórn Skagastrandar mótmælir harðlega öllum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga á Íslandi og hvetur ráðamenn til þess að virða hagsmuni íbúa og sjálfsákvörðunarrétt í eigin málefnum. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnarfundar í gær er þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árið 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023 var rædd.

Í bókuninni segir að sameining sveitarfélaga geti verið ákjósanleg og skynsamleg en slíkt verði að gerast á forsendum þeirra sem um ræðir. Á fundinum var sveitarstjóra falið að skila inn umsögn í Samráðsgátt stjórnvalda í tengslum við málið.

Prenta Prenta