Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Mótmæla lögþvinguðum sameiningum

Sveitarstjórn Skagabyggðar mótmælir harðlega öllum hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga á Íslandi og hvetur ráðamenn til að virða hagsmuni íbúa og sjálfsákvörðunarrétt í eigin málefnum. Þetta kemur fram í umsögn sem sveitarstjórn hefur gert við tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þar segir einnig að sameining sveitarfélaga verði að gerast á forsendum þeirra sem um ræði en ekki með valdboðum að ofan.

Umsögnin er í takt við bókun sveitarstjórnar Skagastrandar frá 20. ágúst síðastliðnum. Samkvæmt Hagstofu Íslands búa 95 í Skagabyggð og hefur íbúum fjölgað um sjö frá 1. desember 2018. Íbúafjöldi á Skagaströnd er 473 og hefur fjölgað um 14 síðastliðna tíu mánuði. 

Prenta Prenta