Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
705 milljónir í sameiningarstyrk

Samkvæmt drögum að nýjum reglum um styrki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu fengju sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu 705 milljónir króna í sameiningarstyrk ef þau ákveða að sameinast. Sameiningaviðræður hafa staðið yfir undanfarin misseri hjá Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Skagabyggð og Sveitarfélaginu Skagaströnd um mögulega sameiningu. Sameiningarnefnd hefur verið að störfum og hefur hún m.a. kallað eftir með hvaða hætti ríkisvaldið ætli að koma að verkefninu.

Sagt var frá því á Húnahorninu á miðvikudaginn að tillaga að nýju reglunum væri komin í samráðsgátt Stjórnarráðsins og að allt að 15 milljarðar gætu farið í að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga á næstu 15 árum. Nýmæli er að einstök sveitarfélög geta fyrirfram séð hvað félli til í þeirra hlut reglum samkvæmt óháð því hvaða sveitarfélagi það sameinast.

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær var fjallað um nýju reglurnar og þar kom fram talan 705 milljónir króna í sameiningarstyrk til sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu ef þau ákveða að sameinast.

Í dag verður sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldi á Grand hóteli í Reykjavík til að fjalla um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023. Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps sem vann grænbók um stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga er frummælandi um málið sem og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sjá nánar dagskrá aukalandsþingsins hér.

Prenta Prenta