Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Mæla með samþykkt þingsályktunartillögu

Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélag sem haldið var í Reykjavík í gær var samþykkt að mæla með því við Alþingi að fyrirliggjandi þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023 verði samþykkt. Aðeins eitt málefni var á dagskrá þingsins að þessu sinni, umrædd þingsályktunartillaga, en í henni er gert ráð fyrir því að sveitarfélögum muni fækka verulega fyrir árið 2022 og enn frekar fyrir árið 2028.

Framsögur og umræður á þinginu voru teknar upp og eru aðgengilegar á vef sambandsins.

Tillaga stjórnar til landsþingsins er þessi:

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.

Prenta Prenta