Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 

Fréttir

18. desember 2019

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar samþykkt

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020 á fundi sínum í gær. Samkvæmt henni verða heildartekjur á næsta ári 1.288 milljónir króna og rekstrargjöld 1.244 milljónir. Fjármagnsliður eru áætlaðir 50 milljónir og því er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð um 14 milljónir króna. „Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir 2020 ber þess merki að góður árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins og mikilvægt að áfram verði gætt aðhalds og varfærni í öllum rekstri,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Í áætluninni er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 96 milljónir á næsta ári og að veltufjárhlutfall verði 7,5%. Fjárfestingar eru áætlaðar 161 milljón og ber þar hæst framkvæmdir við Blönduskóla og lóðafrágangur. Gert er ráð fyrir lántöku að fjárhæð 110 milljónum en að afborganir langtíma lána verði 117 milljónir. Í áætluninni kemur fram að gjaldskrár hækka almennt um 2,5% um áramótin en leikskólagjöld hækka þó ekki.  

 

Fréttir

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar samþykkt

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020 á fundi sínum í gær. Samkvæmt henni verða heildartekjur á næsta ári 1.288 milljónir króna og rekstrargjöld 1.244 milljónir. Fjármagnsliður eru áætlaðir 50 milljónir og því er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð um 14 milljónir króna. „Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir 2020 ber þess merki að góður árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins og mikilvægt að áfram verði gætt aðhalds og varfærni í öllum rekstri,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Í áætluninni er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 96 milljónir á næsta ári og að veltufjárhlutfall verði 7,5%. Fjárfestingar eru áætlaðar 161 milljón og ber þar hæst framkvæmdir við Blönduskóla og lóðafrágangur. Gert er ráð fyrir lántöku að fjárhæð 110 milljónum en að afborganir langtíma lána verði 117 milljónir. Í áætluninni kemur fram að gjaldskrár hækka almennt um 2,5% um áramótin en leikskólagjöld hækka þó ekki.  

 
Prenta Prenta