Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 

Fréttir

11. mars 2020

Rýna þarf ýmis atriði í tengslum við sameiningu sveitarfélaganna

Á fundum ráðgjafa RR ráðgjafar með sveitarstjórnum í Austur-Húnavatnssýslu hafa komið fram ákveðnir fyrirvarar í tengslum formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna. Í fundargerð sameiningarnefndar A-Hún. frá 25. febrúar síðastliðnum kemur fram að sveitarstjórn Skagastrandar hafi lagt fram ósk um að unnið yrði að því að finna samhljóm og sameiginlega megin hagsmuni á svæðinu. Þá kom fram ósk frá sveitarstjórn Húnavatnshrepps um að mörkuð yrði stefna varðandi framtíðarverkefni á Húnavöllum ef skólahald þar leggist af.

Í fundargerðinni kemur fram að á fundinum hafi verið lagt fram minnisblað frá RR ráðgjöf en í því voru reifaðir fundir sem ráðgjafar áttu með sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaga að sameiningarnefndinni. Í minnisblaðinu kemur fram að þar séu ýmis atriði sem þurfi að rýna frekar áður en lengra sé haldið.

Í tengslum við umræðuna á fundinum vakti Halldór G. Ólafsson, oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar, máls á því að mikilvægt væri að komast að niðurstöðu um meðferð þeirra fjármuna sem Sveitarfélagið Skagaströnd á. Í kjölfarið sköpuðust umræður um möguleika á því að tryggja að fjármunirnir yrðu nýttir til uppbyggingar á innviðum á Skagaströnd sem myndu þó nýtast svæðinu öllu til góða.

 

Fréttir

Rýna þarf ýmis atriði í tengslum við sameiningu sveitarfélaganna

Á fundum ráðgjafa RR ráðgjafar með sveitarstjórnum í Austur-Húnavatnssýslu hafa komið fram ákveðnir fyrirvarar í tengslum formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna. Í fundargerð sameiningarnefndar A-Hún. frá 25. febrúar síðastliðnum kemur fram að sveitarstjórn Skagastrandar hafi lagt fram ósk um að unnið yrði að því að finna samhljóm og sameiginlega megin hagsmuni á svæðinu. Þá kom fram ósk frá sveitarstjórn Húnavatnshrepps um að mörkuð yrði stefna varðandi framtíðarverkefni á Húnavöllum ef skólahald þar leggist af.

Í fundargerðinni kemur fram að á fundinum hafi verið lagt fram minnisblað frá RR ráðgjöf en í því voru reifaðir fundir sem ráðgjafar áttu með sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaga að sameiningarnefndinni. Í minnisblaðinu kemur fram að þar séu ýmis atriði sem þurfi að rýna frekar áður en lengra sé haldið.

Í tengslum við umræðuna á fundinum vakti Halldór G. Ólafsson, oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar, máls á því að mikilvægt væri að komast að niðurstöðu um meðferð þeirra fjármuna sem Sveitarfélagið Skagaströnd á. Í kjölfarið sköpuðust umræður um möguleika á því að tryggja að fjármunirnir yrðu nýttir til uppbyggingar á innviðum á Skagaströnd sem myndu þó nýtast svæðinu öllu til góða.

 
Prenta Prenta