Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
30. mars 2020
Sameiningarvinnu seinkar

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn við undirbúningsvinnu fyrir sameiningu sveitarfélaga víða um land og þar á meðal í Austur-Húnavatnssýslu. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Róberti Ragnarssyni, framkvæmdastjóra RR ráðgjafar að vinnan haldi áfram en það hægi á henni og afgreiðslur frestist. Öllum verkþáttum hefur verið frestað þar sem fólk þarf að hittast á vinnustofum. RR ráðgjöf heldur utan um vinnu í tengslum við sameiningu sveitarfélaga á fjórum stöðum á landinu.

Það er á Suðurlandi, Austurlandi, í Þingeyjarsýslu og í Austur-Húnavatnssýslu. „Við höfum verið með fjölmenna fjarfundi þar sem upplýsingum er miðlað og átt í samráði. Þeir fundir hafa gengið vonum framar, en fjarfundaform hentar ekki nægilega vel fyrir vinnustofur,“ segir Róbert í viðtali við Morgunblaðið. Þannig mun vinna starfshópa frestast en önnur greiningarvinna og reglulegir fjarfundir samstarfsnefndarinnar halda áfram.

 

Fréttir

Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
30. mars 2020
Sameiningarvinnu seinkar

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn við undirbúningsvinnu fyrir sameiningu sveitarfélaga víða um land og þar á meðal í Austur-Húnavatnssýslu. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Róberti Ragnarssyni, framkvæmdastjóra RR ráðgjafar að vinnan haldi áfram en það hægi á henni og afgreiðslur frestist. Öllum verkþáttum hefur verið frestað þar sem fólk þarf að hittast á vinnustofum. RR ráðgjöf heldur utan um vinnu í tengslum við sameiningu sveitarfélaga á fjórum stöðum á landinu.

Það er á Suðurlandi, Austurlandi, í Þingeyjarsýslu og í Austur-Húnavatnssýslu. „Við höfum verið með fjölmenna fjarfundi þar sem upplýsingum er miðlað og átt í samráði. Þeir fundir hafa gengið vonum framar, en fjarfundaform hentar ekki nægilega vel fyrir vinnustofur,“ segir Róbert í viðtali við Morgunblaðið. Þannig mun vinna starfshópa frestast en önnur greiningarvinna og reglulegir fjarfundir samstarfsnefndarinnar halda áfram.

 
Prenta Prenta