Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Ákvörðun um formlegar sameiningarviðræður í september
Tilkynning frá sameiningarnefndinni

Á fundi sameiningarnefndar sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu þann 16. apríl var ákveðið að gera breytingar á tímalínu verkefnisins Húnvetnings vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að sveitarstjórnir tækju ákvörðun um hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður í lok apríl eða maí. Eftirfarandi breyting á tímalínu hefur verið samþykkt:

  • Ráðgjafar kynna niðurstöður greininga og tillögur á fundi sameiningarnefndar í lok maí eða byrjun júní. Tímasetning fundar mun ráðast af þróun samkomubanns.
  • Sameiningarnefnd mótar áherslumál og verkefni í sumar og eigi samráð við þingmenn og ríkisstjórn.
  • Sameiningarnefnd fjallar um tillögu um hvort hefja skuli formlegar sameiningar-viðræður um miðjan ágúst.
  • Í september afgreiða sveitarstjórnir tillögu um hvort hefja skuli formlegar sameiningar-viðræður.

Eitt meginmarkmið verkefnisins er að vinna helstu hagsmunamálum Húnvetninga fylgis. Halldór G. Ólafsson bókaði á fundinum að hann telji að forsenda fyrir því að þessi tímalína geti staðist sé að hægt verði að ná ásættanlegu samtali við þingmenn og ríkisstjórn innan þess tíma sem um ræðir.

 

Prenta Prenta