Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Samskiptasáttmáli Húnvetnings
Frá sameiningarnefndinni

Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd hafa átt í viðræðum um mögulega sameiningu sveitarfélaganna undanfarin tvö ár. Um síðustu áramót var ákveðið að setja aukinn kraft í vinnuna og ráðgjafafyrirtækið RR ráðgjöf fengið til samstarfs. Undanfarin misseri hefur verið unnið að framgangi verkefnisins með tíðari fundum sveitarstjórnarfólks, greiningu á helstu hagsmunum Húnvetninga og forgangsröðun aðgerða.

Sameiningarnefndin hefur gefið verkefninu nafn og samþykkt samskiptasáttmála. Ákveðið var að kalla verkefnið Húnvetning, sem er lýsandi fyrir tilgang verkefnisins og þeirra sem taka þátt í því.

Samskiptasáttmáli verkefnisins hefur þann tilgang að setja ramma um samskipti þátttakenda í verkefninu og hvernig rætt er um verkefnið. Leiðarljós samskiptasáttmála Húnvetnings er að samskipti einkennist af heiðarleika, hreinskilni og virðingu og að þátttakendur nálgist verkefnið með opinn huga. Samskiptsáttmálann má lesa hér í heild sinni.

Prenta Prenta