Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka

Fréttir

 

Fréttir

Rafrænn íbúafundur í kvöld

Í kvöld klukkan 20-23 verður fyrri rafræni íbúafundurinn um sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu. Sá seinni verður á laugardaginn klukkan 10-13. Markmið fundanna er að kynna hugmyndir um uppbyggingu sameiginlegs sveitarfélags og fyrirkomulag þjónustu og verkefna, og fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa áður en endanleg sameiningartillaga verður útfærð. Kynningarefni er aðgengilegt á Húnvetningi, sem er vefur sameiningarviðræðanna.

Tillaga um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra verður svo kynnt í apríl og maí á íbúafundum og með almennri kynningu. Atkvæðagreiðsla um sameiningartillöguna er áætluð 5. júní í sumar.

Efnið sem kynnt verður í kvöld og á laugardaginn er aðgengilegt þeim sem vilja undirbúa sig vel fyrir fundina, smelltu hér.

Leiðbeiningar til að tengjast, smelltu hér.

Prenta Prenta