Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka
Sameining Austur-Hnavatnssslu

Fréttir

Fundargerðir

Minnisblöð

Ýmis gögn

Sameiningarnefndin

Framkvæmdaráðið

 

Upplýsingavefur um sameiningu sveitarfélaga í A-Hún.

Velkomin(n) á upplýsingavef um sameiningarmál sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Hér má finna fréttir, tilkynningar, fundargerðir og aðrar upplýsingar sem tengjast fyrirhugaðri sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu sem eru; Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Blönduós. Sameiningarviðræður standa yfir hjá sveitarfélögum í Austur-Húnavatnssýslu.
Blönduós. Sameiningarviðræður standa yfir hjá sveitarfélögum í Austur-Húnavatnssýslu.
Vilja fækka sveitarfélögum

Þingsályktunartillaga um stefnumarkandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga verður lögð fram á þingi í haust, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins á dögunum og haft er eftir Þórmundi Jónatanssyni, upplýsingafulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Meðal annars er kveðið á um fækkun sveitarfélaga í tillögunni. Valgarður Hilmarsson, fyrrum sveitarstjóri á Blönduósi, er formaður starfshóps sem unnið hefur að tillögunni. Segir hann í samtali við RÚV að tilgangurinn sé að efla sveitarstjórnarstigið.

Valgarður segir að hvetja eigi sveitarfélögin til þess að sameinast. Einn liður í hvatningunni sé að sýna fram á að með stækkun sveitarfélaga verði samfélagið öflugra og geti betur sinnt verkefnum í þágu íbúanna. Þá verði væntanlega einnig fjárhagsleg hvatning fyrir sveitarfélögin. Hann segir að sveitarfélögin fái aðlögunartíma til þess að sameinast af sjálfsdáðum. Eftir það verði þeim gert að sameinast.

Valgarður segir einnig að margt sé lagt til í tillögunum annað en fækkun sveitarfélaga. Starfshópnum hafi verið falið að gera áætlun um starfsemi sveitarfélaga til næstu fimmtán ára. Þar sé meðal annars að finna nálgun að íbúalýðræði og tillögur að því hvernig hægt sé að efla starfsemi sveitarfélaga. Margt snúi að öðru en íbúamörkum sveitarfélaga.

Hann segir að tillögurnar verði kynntar síðar í mánuðinum og lagðar fyrir aukaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. september. Þá ætti ýmislegt að liggja fyrir, svo sem hversu langan aðlögunartíma sveitarfélögin fá til sameiningarinnar. Viðbúið er að á næstu mánuðum eða vikum muni ríkisstjórnin kynna áform um að fækka sveitarfélögum landsins. Sé mið tekið af mannfjölda sveitarfélaga um síðastliðin áramót er rúmlega helmingur undir þeim mörkum sem líklegt er að miðað verði við.

Lestu nánar um málið á vef RÚV.

Rafrænn íbúafundur í kvöld

Í kvöld klukkan 20-23 verður fyrri rafræni íbúafundurinn um sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu. Sá seinni verður á laugardaginn klukkan 10-13. Markmið fundanna er að kynna hugmyndir um uppbyggingu sameiginlegs sveitarfélags og fyrirkomulag þjónustu og verkefna, og fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa áður en endanleg sameiningartillaga verður útfærð. Kynningarefni er aðgengilegt á Húnvetningi, sem er vefur sameiningarviðræðanna.
:: meira

Samstarfsnefnd um sameiningu fullskipuð

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Skagabyggðar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Húnavatnshreppur hefur skipað Jón Gíslason og Ragnhildi Haraldsdóttur í samstarfsnefndina og Jóhönnu Magnúsdóttur og Þóru Margréti Lúthersdóttur til vara. Skagabyggð hefur skipað Karenu Steinsdóttur og Magnús Björnsson í samstarfsnefndina.
:: meira

Skipa fulltrúa í samstarfsnefnd

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Skagastrandar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Skagaströnd hefur skipað Halldór G. “lafsson og Kristínu B. Leifsdóttir í samstarfsnefndina og Péturínu L. Jakobsdóttur og Guðmund Egil Erlendsson til vara. Blönduósbær hefur skipað Guðmund Hauk Jakobsson og Birnu Ágústsdóttur og til vara Sigurgeir Þór Jónasson og Gunnar Tryggva Halldórsson.
:: meira

Lagt til að formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaga í A-Hún. hefjist

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki að skipa tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.
:: meira
 
Prenta Prenta