Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka
Sameining Austur-Hnavatnssslu

Fréttir

Fundargerðir

Minnisblöð

Ýmis gögn

Sameiningarnefndin

Framkvæmdaráðið

 

Upplýsingavefur um sameiningu sveitarfélaga í A-Hún.

Velkomin(n) á upplýsingavef um sameiningarmál sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Hér má finna fréttir, tilkynningar, fundargerðir og aðrar upplýsingar sem tengjast fyrirhugaðri sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu sem eru; Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Reglur um fjárhagslegan stuðning til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga

Tillaga að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga var sett inn í samráðsgátt Stjórnarráðsins í gær. Allt að 15 milljarðar gætu farið í þennan stuðning á næstu 15 árum allt eftir því hvort sveitarfélög hyggjast nýta sér þennan stuðning. Nýmæli er að einstök sveitarfélög geta fyrirfram séð hvað félli til í þeirra hlut reglum samkvæmt óháð því hvaða sveitarfélagi það sameinast.

Ein af aðgerðum í drögum að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins, felur í sér að fjárhagslegur stuðningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga verði aukinn. Þar er lagt til að reglum sjóðsins um stuðning þar að lútandi verði breytt svo ná megi settu markmiði. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði veittar heimildir í lögum um tekjustofna sveitarfélaga til að leggja árlega til hliðar fjármuni til að mæta kostnaði vegna slíks fjárhagslegs stuðnings, sem myndi greiðast út til sveitarfélaga í áföngum í kjölfar sameiningar.

Helstu breytingarnar sem lagðar eru til á gildandi reglum varða fyrirkomulag útreiknings á skuldajöfnunarframlagi sem og framlags vegna endurskipulagningar á stjórnsýslu í kjölfar sameiningar. Hvað skuldajöfnunarframlagið varðar þá mun skuldaviðmiðið sveitarstjórnarstjórnarlaga verða lagt til grundvallar útreiknings, sbr. reglugerð nr. 502/2012 um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Þá verður bætt við sérstöku byggðaframlagi, en með því er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem íbúaþróun hefur verið undir landsmeðaltali.

Samkvæmt tillögu að nýjum reglum verða eftirfarandi fimm þættir grundvöllur útreiknings framlaga:

a. Undirbúningur og framkvæmd sameiningar.
b. Óskert tekju- og útgjaldajöfnunarframlög.
c. Skuldajöfnunarframlag.
d. Endurskipulagning þjónustu og stjórnsýslu.
e. Byggðaframlag

Sjá nánar um tillöguna hér.

Rafrænn íbúafundur í kvöld

Í kvöld klukkan 20-23 verður fyrri rafræni íbúafundurinn um sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu. Sá seinni verður á laugardaginn klukkan 10-13. Markmið fundanna er að kynna hugmyndir um uppbyggingu sameiginlegs sveitarfélags og fyrirkomulag þjónustu og verkefna, og fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa áður en endanleg sameiningartillaga verður útfærð. Kynningarefni er aðgengilegt á Húnvetningi, sem er vefur sameiningarviðræðanna.
:: meira

Samstarfsnefnd um sameiningu fullskipuð

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Skagabyggðar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Húnavatnshreppur hefur skipað Jón Gíslason og Ragnhildi Haraldsdóttur í samstarfsnefndina og Jóhönnu Magnúsdóttur og Þóru Margréti Lúthersdóttur til vara. Skagabyggð hefur skipað Karenu Steinsdóttur og Magnús Björnsson í samstarfsnefndina.
:: meira

Skipa fulltrúa í samstarfsnefnd

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Skagastrandar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Skagaströnd hefur skipað Halldór G. “lafsson og Kristínu B. Leifsdóttir í samstarfsnefndina og Péturínu L. Jakobsdóttur og Guðmund Egil Erlendsson til vara. Blönduósbær hefur skipað Guðmund Hauk Jakobsson og Birnu Ágústsdóttur og til vara Sigurgeir Þór Jónasson og Gunnar Tryggva Halldórsson.
:: meira

Lagt til að formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaga í A-Hún. hefjist

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki að skipa tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.
:: meira
 
Prenta Prenta