Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka
Sameining Austur-Hnavatnssslu

Fréttir

Fundargerðir

Minnisblöð

Ýmis gögn

Sameiningarnefndin

Framkvæmdaráðið

 

Upplýsingavefur um sameiningu sveitarfélaga í A-Hún.

Velkomin(n) á upplýsingavef um sameiningarmál sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Hér má finna fréttir, tilkynningar, fundargerðir og aðrar upplýsingar sem tengjast fyrirhugaðri sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu sem eru; Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Sameiningarvinnu seinkar

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn við undirbúningsvinnu fyrir sameiningu sveitarfélaga víða um land og þar á meðal í Austur-Húnavatnssýslu. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Róberti Ragnarssyni, framkvæmdastjóra RR ráðgjafar að vinnan haldi áfram en það hægi á henni og afgreiðslur frestist. Öllum verkþáttum hefur verið frestað þar sem fólk þarf að hittast á vinnustofum. RR ráðgjöf heldur utan um vinnu í tengslum við sameiningu sveitarfélaga á fjórum stöðum á landinu.

Það er á Suðurlandi, Austurlandi, í Þingeyjarsýslu og í Austur-Húnavatnssýslu. „Við höfum verið með fjölmenna fjarfundi þar sem upplýsingum er miðlað og átt í samráði. Þeir fundir hafa gengið vonum framar, en fjarfundaform hentar ekki nægilega vel fyrir vinnustofur,“ segir Róbert í viðtali við Morgunblaðið. Þannig mun vinna starfshópa frestast en önnur greiningarvinna og reglulegir fjarfundir samstarfsnefndarinnar halda áfram.

Rafrænn íbúafundur í kvöld

Í kvöld klukkan 20-23 verður fyrri rafræni íbúafundurinn um sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu. Sá seinni verður á laugardaginn klukkan 10-13. Markmið fundanna er að kynna hugmyndir um uppbyggingu sameiginlegs sveitarfélags og fyrirkomulag þjónustu og verkefna, og fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa áður en endanleg sameiningartillaga verður útfærð. Kynningarefni er aðgengilegt á Húnvetningi, sem er vefur sameiningarviðræðanna.
:: meira

Samstarfsnefnd um sameiningu fullskipuð

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Skagabyggðar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Húnavatnshreppur hefur skipað Jón Gíslason og Ragnhildi Haraldsdóttur í samstarfsnefndina og Jóhönnu Magnúsdóttur og Þóru Margréti Lúthersdóttur til vara. Skagabyggð hefur skipað Karenu Steinsdóttur og Magnús Björnsson í samstarfsnefndina.
:: meira

Skipa fulltrúa í samstarfsnefnd

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Skagastrandar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Skagaströnd hefur skipað Halldór G. “lafsson og Kristínu B. Leifsdóttir í samstarfsnefndina og Péturínu L. Jakobsdóttur og Guðmund Egil Erlendsson til vara. Blönduósbær hefur skipað Guðmund Hauk Jakobsson og Birnu Ágústsdóttur og til vara Sigurgeir Þór Jónasson og Gunnar Tryggva Halldórsson.
:: meira

Lagt til að formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaga í A-Hún. hefjist

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki að skipa tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.
:: meira
 
Prenta Prenta