Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka
Sameining Austur-Hnavatnssslu

Fréttir

Fundargerðir

Minnisblöð

Ýmis gögn

Sameiningarnefndin

Framkvæmdaráðið

 

Upplýsingavefur um sameiningu sveitarfélaga í A-Hún.

Velkomin(n) á upplýsingavef um sameiningarmál sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Hér má finna fréttir, tilkynningar, fundargerðir og aðrar upplýsingar sem tengjast fyrirhugaðri sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu sem eru; Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Samstaða um helstu hagsmunamál Húnvetninga
Tilkynning frá sameiningarnefndinni

Eitt meginmarkmið verkefnisins Húnvetnings er að koma helstu hagsmunamálum Austur-Húnvetninga á framfæri við stjórnvöld.  Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur á fundum sínum fjallað um helstu styrkleika, veikleika, áskoranir og tækifæri svæðisins og íbúa. Samstaða er um það meðal sveitarfélaganna að brýnustu verkefni næstu missera séu á sviði atvinnu- og samgöngumála.

Austur-Húnavatnssýsla hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi og mikilvægt er að setja mikinn kraft í atvinnuþróun og byggðaaðgerðir.

Markmið Húnvetninga er stuðla að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi í samræmi við Stefnumótandi byggðaáætlun og ætla að sækja stuðning stjórnvalda við þá sókn.

Í því felst meðal annars að byggja upp sterka segla í ferðaþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu og fjölga opinberum störfum, bæði staðbundnum og án staðsetningar.

Mikilvægt er að fylgja skýrri atvinnustefnu og auka tiltrú fjárfesta og fjármálastofnana á verkefnum í sýslunni.

Samstaða er um að leggja áherslu á að framkvæmdum við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg frá þjóðvegi 1 að Laxá verði kláraðar fyrir árslok 2022, en hönnun vegarins er hafin.  Þá leggja sveitarstjórnirnar áherslu að auknu fé verði varið til að endurbætur og bundið slitlag á tengivegi á árunum 2020-2024. Tengivegir í sýslunni eru um 270 km og eru um 170 km þeirra malarvegir. Hálendisvegir eru um 165 km og eru þeir alfarið malarvegir, þ.m.t. Kjalarvegur. Heilsársvegur um Kjöl myndi skapa mikil sóknartækifæri í atvinnumálum.

Til að bæta öryggi vegfarenda er lögð áhersla á endurbætur á hringtorgi við Blönduós og að Blönduósflugvöllur geti þjónað sjúkraflugi með viðunandi hætti.

Þá er samstaða um að tryggja fjármagn í hafnarframkvæmdir á Skagaströnd og sjóvarnir í sýslunni, en miklar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óveðrum vetrarins og því liggur meira á framkvæmdum en áður var talið. 

Áætlað er að fulltrúar sveitarfélaganna fundi með þingmönnum og ráðherrum um helstu hagsmunamál Húnvetninga í sumar.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.sameining.huni.is.

Rafrænn íbúafundur í kvöld

Í kvöld klukkan 20-23 verður fyrri rafræni íbúafundurinn um sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu. Sá seinni verður á laugardaginn klukkan 10-13. Markmið fundanna er að kynna hugmyndir um uppbyggingu sameiginlegs sveitarfélags og fyrirkomulag þjónustu og verkefna, og fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa áður en endanleg sameiningartillaga verður útfærð. Kynningarefni er aðgengilegt á Húnvetningi, sem er vefur sameiningarviðræðanna.
:: meira

Samstarfsnefnd um sameiningu fullskipuð

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Skagabyggðar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Húnavatnshreppur hefur skipað Jón Gíslason og Ragnhildi Haraldsdóttur í samstarfsnefndina og Jóhönnu Magnúsdóttur og Þóru Margréti Lúthersdóttur til vara. Skagabyggð hefur skipað Karenu Steinsdóttur og Magnús Björnsson í samstarfsnefndina.
:: meira

Skipa fulltrúa í samstarfsnefnd

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Skagastrandar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Skagaströnd hefur skipað Halldór G. “lafsson og Kristínu B. Leifsdóttir í samstarfsnefndina og Péturínu L. Jakobsdóttur og Guðmund Egil Erlendsson til vara. Blönduósbær hefur skipað Guðmund Hauk Jakobsson og Birnu Ágústsdóttur og til vara Sigurgeir Þór Jónasson og Gunnar Tryggva Halldórsson.
:: meira

Lagt til að formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaga í A-Hún. hefjist

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki að skipa tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.
:: meira
 
Prenta Prenta