Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka
Sameining Austur-Hnavatnssslu

Fréttir

Fundargerðir

Minnisblöð

Ýmis gögn

Sameiningarnefndin

Framkvæmdaráðið

 

Upplýsingavefur um sameiningu sveitarfélaga í A-Hún.

Velkomin(n) á upplýsingavef um sameiningarmál sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Hér má finna fréttir, tilkynningar, fundargerðir og aðrar upplýsingar sem tengjast fyrirhugaðri sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu sem eru; Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Austur- Húnvetningar funda með ráðamönnum
Frá sameiningarnefndinni

Mánudaginn 15. júní áttu oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaganna í Austur- Húnavatnssýslu fundi með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hópurinn fundaði einnig með fjórum þingmönnum Norðvesturkjördæmis þeim Haraldi Benediktssyni, Bergþóri Ólasyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur og Sigurði Páli Jónssyni. Erindið var að ræða aðkomu Alþingis og ríkisstjórnar að sameiningu sveitarfélaganna og helstu hagsmunum svæðisins í atvinnu- byggða- og samgöngumálum.

Brýnasta verkefni Austur- Húnvetninga er að setja stóraukinn kraft í atvinnu- og byggðamál, með það að markmiði að fjölga íbúum og auka atvinnutekjur á svæðinu. Ráðherrar og þingmenn sýndu verkefnunum góðan skilning og lofuðu að styðja við sjónarmið Austur- Húnvetninga eftir bestu getu.

Ein af tillögum hópsins var að sett verði af stað sérstakt verkefni til atvinnu- og byggðaþróunar á svæðinu með stuðningi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Í verkefninu fælist að sveitarfélögin myndu setja sér tiltekin markmið og verkefni á sambærilegan hátt og gert er í verkefninu „Brothættar byggðir“. Afar mikilvægt er að styrkja starfsumhverfi bænda og óskað var eftir auknum aflaheimildum til að bregðast við breytingum í sjávarútvegi. Lagt var til að sveitarfélagið fái heimild til að nýta úrræði sem standa Brothættum byggðum til boða og forgangsraða fjármagni til uppbyggingar ferðamannastaða í samræmi við Áfangastaðaáætlun. Ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst koma í heimsókn í Austur- Húnavatnssýslu síðsumars.

Austur-Húnvetningar lögðu mikla áherslu á að framkvæmdum við Skagastrandarveg verði flýtt og gert verði sérstakt átak í uppbyggingu og viðhaldi héraðs- og tengivega í Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarfélögin leggja til að þau fái heimild til að vera tilraunasveitarfélag í samgöngumálum sem fengi heimild til að ráðstafa 1.000- 1.500 mkr. á tilteknum tímabili til framkvæmda við héraðs- og tengivegi á þeirri forsendu að heimamenn séu líklegri til að nýta fjármagnið betur og ná meiri árangri.

Á fundi með þingmönnum kjördæmisins kom fram að fyrirliggjandi er nefndarálit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þar sem lagt er til að tilteknum framkvæmdum verði flýtt í samræmi við fjárfestingarátak 2020. Í álitinu er lagt til að framkvæmdum við Skagastrandarveg um Laxá verði flýtt um tvö ár. Á þessu ári er fyrirliggjandi 100 mkr. fjárheimild til hönnunar og gerð útboðsgagna. Ef fjárfestingarátakið verður samþykkt á Alþingi í haust, er gert ráð fyrir framlagi að fjárhæð 1.000 mkr. á árinu 2021 og 600 mkr. á árinu 2022.

Þingmenn lýstu áhuga á að styðja við tilraunaverkefni á sviði atvinnu- og byggðaþróunar og samgöngumála og lögðu fram áhugaverðar hugmyndir í þeim efnum.

Minnisblað Húnvetningur 15. júní 2020 - Aðkoma Alþingis og ríkisstjórnar að sameiningu sveitarfélaga í Húnavatnssýslu.

Minnisblað Húnvetningur 18. júní 2020 - Samantekt frá fundum með ráðherrum og þingmönnum.  

Rafrænn íbúafundur í kvöld

Í kvöld klukkan 20-23 verður fyrri rafræni íbúafundurinn um sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu. Sá seinni verður á laugardaginn klukkan 10-13. Markmið fundanna er að kynna hugmyndir um uppbyggingu sameiginlegs sveitarfélags og fyrirkomulag þjónustu og verkefna, og fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa áður en endanleg sameiningartillaga verður útfærð. Kynningarefni er aðgengilegt á Húnvetningi, sem er vefur sameiningarviðræðanna.
:: meira

Samstarfsnefnd um sameiningu fullskipuð

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Skagabyggðar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Húnavatnshreppur hefur skipað Jón Gíslason og Ragnhildi Haraldsdóttur í samstarfsnefndina og Jóhönnu Magnúsdóttur og Þóru Margréti Lúthersdóttur til vara. Skagabyggð hefur skipað Karenu Steinsdóttur og Magnús Björnsson í samstarfsnefndina.
:: meira

Skipa fulltrúa í samstarfsnefnd

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Skagastrandar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Skagaströnd hefur skipað Halldór G. “lafsson og Kristínu B. Leifsdóttir í samstarfsnefndina og Péturínu L. Jakobsdóttur og Guðmund Egil Erlendsson til vara. Blönduósbær hefur skipað Guðmund Hauk Jakobsson og Birnu Ágústsdóttur og til vara Sigurgeir Þór Jónasson og Gunnar Tryggva Halldórsson.
:: meira

Lagt til að formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaga í A-Hún. hefjist

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki að skipa tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.
:: meira
 
Prenta Prenta