Fyrri mynd
Nsta mynd
Sameining Austur-Hnavatnssslu
Sameining A-Hnavatnssslu
Open Menu Close Menu
 
Til baka
Sameining Austur-Hnavatnssslu

Fréttir

Fundargerðir

Minnisblöð

Ýmis gögn

Sameiningarnefndin

Framkvæmdaráðið

 

Upplýsingavefur um sameiningu sveitarfélaga í A-Hún.

Velkomin(n) á upplýsingavef um sameiningarmál sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Hér má finna fréttir, tilkynningar, fundargerðir og aðrar upplýsingar sem tengjast fyrirhugaðri sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu sem eru; Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Að Hólabaki
Að Hólabaki
Í BioPol
Í BioPol
Við gagnaverið
Við gagnaverið
Við gagnaverið
Við gagnaverið
Í Textílmiðstöð Íslands
Í Textílmiðstöð Íslands
Í Textílmiðstöð Íslands
Í Textílmiðstöð Íslands
Við Þrístapa
Við Þrístapa
Við Þrístapa
Við Þrístapa
Í Vörusmiðju BioPol
Í Vörusmiðju BioPol
Í Vörusmiðju BioPol
Í Vörusmiðju BioPol
Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í heimsókn í Austur-Húnavatnssýslu
Frá sameiningarnefndinni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, heimsótti Austur-Húnavatnssýslu síðastliðinn mánudag ásamt aðstoðarmanni sínum, Ólafi Teiti Guðnasyni. Heimsóknin var í boði sameiningarnefndar sveitarfélaganna í sýslunni og var tilgangur hennar að kynna nýsköpun og atvinnuþróun á svæðinu, sem og þau tækifæri og áskoranir sem íbúar svæðisins standa frammi fyrir.

Í upphafi ferðar fékk ráðherra kynningu á uppbyggingu ferðamannastaðar á Þrístöpum, þar sem síðasta aftaka á Íslandi fór fram. Þá var farið var í sveitaverslunina að Hólabaki, þar sem eigendur kynntu starfsemina og framleiðsluna. Á Húnavöllum fékk ráðherra kynningu á möguleikum á aukinni orkuvinnslu á svæðinu á vegum Landsvirkjunar og áformum um eflingu flutningsnetsins. Því næst var gagnaver Etix á Blönduósi skoðað og þaðan farið í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi þar sem stjórnendur kynntu þau metnaðarfullu verkefni sem Textílmiðstöðin er þátttakandi í.

Á Skagaströnd skoðaði ráðherra rannsóknaraðstöðu Biopol og Vörusmiðju fyrirtækisins, þar sem framleiðendur buðu upp á sýnishorn af matvælaframleiðslu sinni, sem gerður var afar góður rómur að. Ráðherra fékk jafnframt kynningu á uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn í Kálfshamarsvík og á hugmyndum um uppbyggingu baðstaðar á Skagaströnd.

Matvælaframleiðsla, ferðaþjónusta og textiliðnaður er meðal helstu vaxtarsprota svæðisins og vinna sveitarfélögin sameiginlega að fjölgun atvinnutækifæra í sýslunni. Sameiginleg sýn og skýrar aðgerðir sveitarfélaga, ríkisvalds og aðila vinnumarkaðar eru forsendur þess að vel takist til.

Sá stuðningur sem Þórdís Kolbrún sýnir með heimsókninni er mikils virði og kann sameiningarnefndin henni bestu þakkir fyrir.

Rafrænn íbúafundur í kvöld

Í kvöld klukkan 20-23 verður fyrri rafræni íbúafundurinn um sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu. Sá seinni verður á laugardaginn klukkan 10-13. Markmið fundanna er að kynna hugmyndir um uppbyggingu sameiginlegs sveitarfélags og fyrirkomulag þjónustu og verkefna, og fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa áður en endanleg sameiningartillaga verður útfærð. Kynningarefni er aðgengilegt á Húnvetningi, sem er vefur sameiningarviðræðanna.
:: meira

Samstarfsnefnd um sameiningu fullskipuð

Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Skagabyggðar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Húnavatnshreppur hefur skipað Jón Gíslason og Ragnhildi Haraldsdóttur í samstarfsnefndina og Jóhönnu Magnúsdóttur og Þóru Margréti Lúthersdóttur til vara. Skagabyggð hefur skipað Karenu Steinsdóttur og Magnús Björnsson í samstarfsnefndina.
:: meira

Skipa fulltrúa í samstarfsnefnd

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Skagastrandar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður og skipi tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd. Skagaströnd hefur skipað Halldór G. “lafsson og Kristínu B. Leifsdóttir í samstarfsnefndina og Péturínu L. Jakobsdóttur og Guðmund Egil Erlendsson til vara. Blönduósbær hefur skipað Guðmund Hauk Jakobsson og Birnu Ágústsdóttur og til vara Sigurgeir Þór Jónasson og Gunnar Tryggva Halldórsson.
:: meira

Lagt til að formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaga í A-Hún. hefjist

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki að skipa tvo fulltrúa hvert sveitarfélag og tvo til vara í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.
:: meira
 
Prenta Prenta